Páll gefur laun fyrir nýjan útvarpsþátt til Hugarafls Sylvía Hall skrifar 29. mars 2018 13:16 Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100. Vísir/GVA/Anton Brink Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn. Fjölmiðlar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar Framtíðar, munu stýra nýjum þjóðmálaþætti á K100 á sunnudögum og hefur þátturinn hlotið nafnið Þingvellir. Fyrsti þáttur er á dagskrá á páskadag klukkan 10. Páll segir í samtali við Vísi að verkefnið sé spennandi og það sé öðruvísi en þau sem hann hafi áður starfað að í fjölmiðlum. Hann hafi litið svo á að starfi hans í fjölmiðlum væri lokið en hafi á lokum fallist á gerð þáttarins eftir að hugmyndavinna hafi farið af stað. „Ég held að þetta verði skemmtilegt. Þetta getur verið tækifæri fyrir stjórnmálamenn að koma málum á dagskrá og gæti hreinlega hjálpað til í starfinu mínu með því að benda á mál og vekja á þeim athygli.“ Hann segir fyrirkomulag þáttarins vera algengt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og að krafan um hlutleysi verði ekki jafn mikil þegar þau koma að þáttagerðinni sem starfandi stjórnmálamenn. Páll segist vera vanur fjölmiðlamaður og hefur ekki áhyggjur af því að starfið taki tíma frá þingstörfunum, en hann hefur ákveðið að láta laun sín fyrir þáttinn renna til Hugarafls. „Ég er ekki að þessu til að auka tekjurnar hjá mér. Mér fannst eðlilegast að láta greiðsluna renna til þeirra sem hefðu meiri þörf fyrir hana en ég.“ Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sagðist Páll hafa nóg að gera í starfi sínu sem Alþingismaður en þetta væri aðeins klukkutíma þáttur annan hvern sunnudag. Páll og Björt munu skiptast á að stýra þættinum, en Björt segist einnig vera spennt fyrir verkefninu í samtali við Vísi. „Við komum úr sitthvorri áttinni í pólitík og það er augljóst að við séum að stjórna þættinum með þær skoðanir sem við höfum. Þetta verður kannski beittari þáttur en gengur og gerist.“ Í samtali við Vísi sagðist Björt stýra fyrsta þætti Þingvalla næstkomandi sunnudag og að hennar fyrsti gestur yrði Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. Aðspurð sagðist Björt ekki ætla að gefa sín laun fyrir þáttinn.
Fjölmiðlar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira