Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 11:02 Leitaraðstæður eru erfiðar við Ölfusá. Vísir/MHH Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH
Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06