Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 11:02 Leitaraðstæður eru erfiðar við Ölfusá. Vísir/MHH Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. Um níutíu manns taka þátt í leitinni en einblínt er á þekkta fundarstaði sambærilegra atvika þar sem menn hafa farið í ána.Sjá einnig: Leita manns í Ölfusá Viðar Arason hjá aðgerðastjórn björgunarveita í Árnessýslu segir í samtali við Vísi að um níutíu björgunarsveitarmenn séu nú við leit í og við Ölfusá. „Staðan er svoleiðis að við erum með níutíu björgunarsveitarmenn frá öllum svæðum í kringum okkur, frá Vík í Mýrdal að Borgarnesi og Akranesi, Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í leit.“ Viðar segir leitaraðstæður mjög krefjandi. Mikil úrkoma og vindur er á svæðinu auk þess sem Ölfusá er vatnsmikil vegna rigninga síðustu daga.Frá aðgerðarstjórn björgunarsveita í Árnessýslu í morgun. Nýr hópur hefur tekið við aðgerðarstjórnun síðan myndin var tekin.Vísir/MHHLeitarmennirnir skipta með sér verkefnum en björgunarbátar eru m.a. notaðir við leitina. „Við erum með gönguhópa sem fara fram og til baka eftir ánni, björgunarbáta og jetski. Svo erum við með sérhæfða björgunarmannahópa sem vaða í grynningarnar,“ segir Viðar. Þá segir hann leitina aðallega fara fram við þann hluta árinnar sem nær frá Kaldaðarnesi að flúðunum við Kirkjugarð Selfossbæjar. Tekið sé mið af öðrum tilfellum um menn sem farið hafi í Ölfusá. „Við erum að vinna með, því miður, reynslu af því hvar við höfum fundið einstaklinga á lífi og látna í gegnum tíðina. Þannig að við vitum svona hvar punktarnir eru og erum því að einblína á þá staði sem við þekkjum.“Leitin beinist að bökkum Ölfusár frá Kaldaðarnesi og að kirkjugarði Selfossbæjar.Skjáskot/Map.isLögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 í nótt um að maðurinn hefði farið í ána. Ræstar voru út björgunarsveitir á Suðurlandi og af höfuðborgarsvæðinu, ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún sneri aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum í morgun.Gönguhópar fara upp og niður með ánni.Vísir/MHH
Tengdar fréttir Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Leita manns í Ölfusá Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan 3 um að maðurinn hefði farið í ána. 20. maí 2018 08:06