Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 10:30 Alisson Becker með Jürgen Klopp. Vísir/Getty Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira