Hart deilt um framtíð Kvenfélags Kópavogs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2018 08:00 Kvenfélag Kópavogs á meðal annars sal í Hamraborg sem er yfir fimmtán milljóna króna virði samkvæmt fasteignamati. Vísir/ernir Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira