Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 10:34 Upptakan sem Haspel á að hafa fengið að heyra er sögð varpa ljósi á hvernig Khashoggi var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda. Vísir/EPA Tyrknesk yfirvöld leyfðu Ginu Haspel, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að heyra hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hún heimsótti Tyrkland í vikunni. Haspel hélt til Tyrklands á mánudag til að afla upplýsinga um morðið á Khashoggi. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum þremur vikum. Sádar hafa orðið margsaga um hvernig dauða Khashoggi bar að. Tyrknesk yfirvöld hafa hins vegar sagst hafa sannanir fyrir því að teymi fimmtán manna sem sent var frá Sádi-Arabíu hafi myrt hann á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofunni. Á meðal þeirra sannana er hljóðupptaka sem sögð er varpa ljósi á hvernig Sádarnir hafi pyntað og myrt blaðamanninn. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á þriðjudag að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. Sádar hafa haldið því fram að morðingjarnir hafi ekki verið í umboði stjórnvalda.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Haspel hafi fengið að heyra hljóðupptökuna í heimsókninni til Tyrklands. Hvorki fulltrúar CIA né tyrknesku leyniþjónustunnar vildu tjá sig um það. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi ekki í hyggju að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þeir muni hins vegar deila upplýsingum ef alþjóðleg rannsókn yrði sett af stað. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld leyfðu Ginu Haspel, forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að heyra hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi þegar hún heimsótti Tyrkland í vikunni. Haspel hélt til Tyrklands á mánudag til að afla upplýsinga um morðið á Khashoggi. Hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir rúmum þremur vikum. Sádar hafa orðið margsaga um hvernig dauða Khashoggi bar að. Tyrknesk yfirvöld hafa hins vegar sagst hafa sannanir fyrir því að teymi fimmtán manna sem sent var frá Sádi-Arabíu hafi myrt hann á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofunni. Á meðal þeirra sannana er hljóðupptaka sem sögð er varpa ljósi á hvernig Sádarnir hafi pyntað og myrt blaðamanninn. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á þriðjudag að morðið hefði verið að yfirlögðu ráði. Sádar hafa haldið því fram að morðingjarnir hafi ekki verið í umboði stjórnvalda.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Haspel hafi fengið að heyra hljóðupptökuna í heimsókninni til Tyrklands. Hvorki fulltrúar CIA né tyrknesku leyniþjónustunnar vildu tjá sig um það. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að Tyrkir hafi ekki í hyggju að fara með málið fyrir alþjóðadómstóla. Þeir muni hins vegar deila upplýsingum ef alþjóðleg rannsókn yrði sett af stað.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Þó að enn sé margt á huldu varðandi morðið á Khashoggi hefur ýmislegt komið fram í fréttum undanfarnar vikur. Hér verður tekið það saman það helsta sem komið hefur fram um þetta dularfulla morð. 24. október 2018 14:00