Óvíst hvað verður um börnin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 11:33 Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Vísir/AP Forsetatilskipunin sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær, sem í felst að Bandaríkjastjórn hverfi frá þeirri stefnu að skilja að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra, hefur vakið upp margar spurningar sem enn er ósvarað. Þá er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Embættismenn hafa sagt að unnið sé að því að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna eins fljótt og auðið er en hafa ekki veitt nein skýr svör um hvernig það komi til með að gerast. Tilskipunin, sem er fjögurra blaðsíðna plagg, kveður á um að fjölskyldur, sem koma ólöglega til landsins, verða ekki aðskildar við komuna heldur haldið saman í að minnsta kosti tuttugu daga. Stefnan er ennþá hörð og verða ólöglegir innflytjendur áfram hnepptir í varðhald eins og verið hefur síðustu vikur en ekki aðskildir frá börnum sínum.Í gær skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipunina.vísir/APStefnubreyting Trumps gerðist með óvæntum hætti og, að því er virðist, félögum hans í Repúblikanaflokknum að óvörum því margir þeirra fréttu af undirritun forsetatilskipunarinnar í gegnum fjölmiðla, nánar tiltekið í frétt AP sem sagði fyrst frá fyrirætlunum hans síðdegis í gær. Peter Schey, lögmaður sem hefur aðstoðað börn ólöglegra innflytjenda, segist fagna stefnubreytingu yfirvalda. Stefnan sem nefnist „ekkert umburðarlyndi“ hafi verið með öllu ómannúðleg. Hann segir aftur á móti að hann hafi miklar áhyggjur af þeim börnum – sem eru fleiri en 2000 talsins – sem hafa þegar verið aðskilin frá foreldrum sínum. Tom Carper, þingmaður Demókrataflokksins, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. Hann segir að það sé ekki ljóst að foreldrar geti yfir höfuð haft uppi á börnum sínum. Hart hefur verið sótt að Bandaríkjastjórn fyrir hina umdeildu innflytjendastefnu sem skilur börn frá foreldrum sínum.vísir/apFangelsi enginn staður fyrir börnÞá hefur Kay Bellor, varaforseti innflytjendasamtaka sagt: „Börn munu nú ekki verða hrifsuð frá foreldrum sínum í þeim eina tilgangi að hræða innflytjendur en verða þess í stað sett í fangelsi með foreldrum sínum. Fangelsi er aldrei viðeigandi staður fyrir barn.“ Upphaflega lýsti forsetinn því yfir að hann væri algjörlega valdalaus gagnvart ástandinu og vísaði ábyrgðinni á þingið. Það var ekki fyrr en alþjóðasamfélagið lagðist á eitt og fordæmdi meðferðina á börnunum sem Trump brást við og skrifaði undir forsetatilskipunina, sem sýnir auðvitað að hann var sannarlega ekki valdalaus yfir örlögum barnanna eins og hann hafði áður haldið fram.Konurnar á bakvið tjöldinRáðherra heimavarna, Kirstjen Nielsen, varð eins konar andlit stefnu aðskilnaðar út á við eftir harðsnúinn blaðamannafund á mánudaginn þar sem hún varði aðskilnaðinn með kjafti og klóm. Hún sagði staðföst: „Við biðjumst ekki afsökunar á því að vinna vinnuna okkar.“ Eftir fundinn var hart sótt að Nielsen og var meðal annars mótmælt fyrir utan heimili hennar og þá varð mikil uppákoma þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu og hópur fólks hrópaði ókvæðisorð að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína. Melania Trump hefur þrýst á Donald Trump að bæta úr ástandinu.Vísir/apÞá rituðu fyrrverandi skólasystkini hennar úr Berkley opið bréf, stílað á Nielsen þar sem meðferðin á innflytjendabörnum var fordæmd. Heimildir AP fréttastofunnar herma að Nielsen hafi í kjölfarið beitt sér fyrir því að Trump mildaði stefnuna til þess að ná tökum á ástandinu. Svo virðist sem Nielsen hafi haft erindi sem erfiði því í gær skrifaði forsetinn undir tilskipunina. Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að Melania Trump, forsetafrú, hafi þrýst á eiginmann sinn „á bak við tjöldin“ að gera allt sem í hans valdi stæði að aftra því að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Þetta á einnig við um elstu dóttur Trumps „Eiginkona mín hefur sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Trump í Hvíta húsinu við undirritunina. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Forsetatilskipunin sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær, sem í felst að Bandaríkjastjórn hverfi frá þeirri stefnu að skilja að börn ólöglegra innflytjenda og foreldra þeirra, hefur vakið upp margar spurningar sem enn er ósvarað. Þá er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. Embættismenn hafa sagt að unnið sé að því að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna eins fljótt og auðið er en hafa ekki veitt nein skýr svör um hvernig það komi til með að gerast. Tilskipunin, sem er fjögurra blaðsíðna plagg, kveður á um að fjölskyldur, sem koma ólöglega til landsins, verða ekki aðskildar við komuna heldur haldið saman í að minnsta kosti tuttugu daga. Stefnan er ennþá hörð og verða ólöglegir innflytjendur áfram hnepptir í varðhald eins og verið hefur síðustu vikur en ekki aðskildir frá börnum sínum.Í gær skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipunina.vísir/APStefnubreyting Trumps gerðist með óvæntum hætti og, að því er virðist, félögum hans í Repúblikanaflokknum að óvörum því margir þeirra fréttu af undirritun forsetatilskipunarinnar í gegnum fjölmiðla, nánar tiltekið í frétt AP sem sagði fyrst frá fyrirætlunum hans síðdegis í gær. Peter Schey, lögmaður sem hefur aðstoðað börn ólöglegra innflytjenda, segist fagna stefnubreytingu yfirvalda. Stefnan sem nefnist „ekkert umburðarlyndi“ hafi verið með öllu ómannúðleg. Hann segir aftur á móti að hann hafi miklar áhyggjur af þeim börnum – sem eru fleiri en 2000 talsins – sem hafa þegar verið aðskilin frá foreldrum sínum. Tom Carper, þingmaður Demókrataflokksins, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af stöðu mála. Hann segir að það sé ekki ljóst að foreldrar geti yfir höfuð haft uppi á börnum sínum. Hart hefur verið sótt að Bandaríkjastjórn fyrir hina umdeildu innflytjendastefnu sem skilur börn frá foreldrum sínum.vísir/apFangelsi enginn staður fyrir börnÞá hefur Kay Bellor, varaforseti innflytjendasamtaka sagt: „Börn munu nú ekki verða hrifsuð frá foreldrum sínum í þeim eina tilgangi að hræða innflytjendur en verða þess í stað sett í fangelsi með foreldrum sínum. Fangelsi er aldrei viðeigandi staður fyrir barn.“ Upphaflega lýsti forsetinn því yfir að hann væri algjörlega valdalaus gagnvart ástandinu og vísaði ábyrgðinni á þingið. Það var ekki fyrr en alþjóðasamfélagið lagðist á eitt og fordæmdi meðferðina á börnunum sem Trump brást við og skrifaði undir forsetatilskipunina, sem sýnir auðvitað að hann var sannarlega ekki valdalaus yfir örlögum barnanna eins og hann hafði áður haldið fram.Konurnar á bakvið tjöldinRáðherra heimavarna, Kirstjen Nielsen, varð eins konar andlit stefnu aðskilnaðar út á við eftir harðsnúinn blaðamannafund á mánudaginn þar sem hún varði aðskilnaðinn með kjafti og klóm. Hún sagði staðföst: „Við biðjumst ekki afsökunar á því að vinna vinnuna okkar.“ Eftir fundinn var hart sótt að Nielsen og var meðal annars mótmælt fyrir utan heimili hennar og þá varð mikil uppákoma þegar hún snæddi kvöldverð á mexíkóskum veitingastað skammt frá Hvíta húsinu og hópur fólks hrópaði ókvæðisorð að henni og sagði henni að skammast sín fyrir framgöngu sína. Melania Trump hefur þrýst á Donald Trump að bæta úr ástandinu.Vísir/apÞá rituðu fyrrverandi skólasystkini hennar úr Berkley opið bréf, stílað á Nielsen þar sem meðferðin á innflytjendabörnum var fordæmd. Heimildir AP fréttastofunnar herma að Nielsen hafi í kjölfarið beitt sér fyrir því að Trump mildaði stefnuna til þess að ná tökum á ástandinu. Svo virðist sem Nielsen hafi haft erindi sem erfiði því í gær skrifaði forsetinn undir tilskipunina. Þá hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að Melania Trump, forsetafrú, hafi þrýst á eiginmann sinn „á bak við tjöldin“ að gera allt sem í hans valdi stæði að aftra því að börn verði tekin frá foreldrum sínum. Þetta á einnig við um elstu dóttur Trumps „Eiginkona mín hefur sterkar skoðanir á þessu,“ sagði Trump í Hvíta húsinu við undirritunina.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Gefa lítið fyrir ákvörðun Trump: „Eins og að vilja þakkir fyrir að leysa glæpinn sem þú framdir“ Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum virðast gefa lítið fyrir ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna aðskilnað barna frá foreldrum sínum á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 21. júní 2018 10:15
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36