Björn Leví skorar á forsætisráðherra að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07