Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 11:55 Þúsundir fylltu Austurvöll á Kvennafrídaginn. Visir/stefan Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar. Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar.
Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45
Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00
Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00