Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun nú ræða við formenn og fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi og kanna hug þeirra til annarra möguleika á myndun ríkisstjórnar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands sem send var fjölmiðlum eftir fund Guðna með Katrínu Jakobsdóttur.
„Sömuleiðis er þess að vænta að þeir ræði sín á milli um vænleg skref í þeim efnum. Að því loknu má vænta næstu skrefa í stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir í tilkynningunni.
Katrín Jakobsdóttir skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forseta síðdegis í dag eftir að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Pírata og Samfylkingarinnar slitnuðu.
Katrín ávarpaði fjölmiðla eftir fundinn með forsetanum. Hún sagðist hafa lagt til við forsetann að hann myndi bíða með að veita öðrum umboðið og gefa formönnum frekara svigrúm til að ræða saman áfram.
Sjá einnig:„Það eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni“
Guðni hyggst ræða við formenn annarra flokka

Tengdar fréttir

Guðni boðar Katrínu á sinn fund
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17.

Bein útsending: Katrín fer á fund forseta
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi.