Innlent

Vaktin: Katrín fer á fund forseta

Ritstjórn Vísis skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra í dag.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra í dag. vísir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi.

Á fundinum mun Katrín greina forsetanum frá stöðu mála eftir að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins var slitið fyrr í dag.

Forsetinn veitti Katrínu umboð til myndunar ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og hófust viðræður flokkanna fjögurra, sem voru saman í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili, formlega á föstudag.

Funduðu flokkarnir nokkuð stíft um helgina en á fundi formannanna fyrir hádegi í dag varð ljóst að ekki yrði af myndun ríkisstjórnar þessara fjögurra flokka þar sem Framsóknarflokkurinn telur meirihlutann of tæpan. Flokkarnir fjórir eru með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn.

Vísir verður í beinni útsendingu frá Bessastöðum en einnig má fylgjast með framvindu mála í Vaktinni.

Hér fyrir neðan má fylgjast með framvindu mála í beinni textalýsingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×