Útspil HB Granda heppnaðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á Skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00