Útspil HB Granda heppnaðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á Skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00