Þjóðin blekkt af mönnum sem standa uppi sem „ríkir snillingar“ Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2017 18:30 Af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Vísir/Anton Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru slegnir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar og telja þær kalla á frekari ransóknir. Að loknum fundi með fréttamönnum gekk formaður rannsóknarnefndarinnar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður og sat fyrir svörum nefndarmanna. Umræður fara síðan fram um skýrsluna á Alþingi á morgun. Brynjar Níelsson formaður nefndarinnar segir að nú taki við nánari yfirferð á skýrslunni. „Auðvitað er niðurstaðan sláandi. Það er að segja þar sem fullyrt er blekkingum hafi verið beitt. [...] Það sem kannski skiptir mestu máli í þessu; var þetta forsenda að hálfu stjórnvalda að þessi erlendi banki væri þarna. Það er eiginlega lykilspurningin sem við þurfum að svara, sem virðist vera samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Ég vil sjá þau gögn og fara yfir þau gögn og leyfa öðrum að tjá sig um þessi gögn sem kannski málið varða, áður en ég treysti mér til að taka afstöðu,“ segir Brynjar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að í skýrslunni komi fram skýr mynd af því að allur almenningur og stjórnvöld hafi verið blekkt. En innan S-hópsins voru einstaklingar og félög sem tengdust mjög Framsóknarflokknum og Samvinnuhreyfingunni þegar hún var til. „Það er nú þannig að Framsóknarflokkurinn og ekki síst fyrrverandi forystumenn, forsætisráðherra og formaður; Halldór heitinn Ásgrímsson, hefur setið undir talsverðum ásökunum um blekkingar og samsæri. Nú kemur að í ljós að stjórnvöld voru blekkt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta sé gríðarlegur áfellisdómur yfir söluferlinu og gæta þurfi að því að þetta sé ekki að fara að gerast aftur við sölu bankanna nú. „Og núna við sölu á Arion banka er enn og aftur veifað, eigum við að segja viðurkenndum banka sem einum aðilanum. En við fáum ekki þau svör hvort hann sé raunverulegur eigandi,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni segir mikilvægt að læra af mistökunum. „Nú geta nefndirnar kallað eftir upplýsingum varðandi Arion banka og sölu ríkisins þar. Fengið þar trúnaðarupplýsingar og gengið úr skugga um að það sé ekki sami blekkingarleikurinn í gangi. [...] Klárlega þurfa þingmenn að fá fullvissu sína um þetta og að sjálfsögðu ætti almenningur líka að fá þessar upplýsingar. Annars skapast ekki traust varðandi sölu ríkisins á eignum,“ segir Jón Þór. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar segir skýrsluna sjokkerandi. „Skýrslan er mjög afdráttarlaus og efni hennar er sjokkerandi. Maður er eiginlega miður sín eftir að lesa hana. Það er ljóst af því sem að minnsta kosti stendur í skýrslunni og ég hef lesið, að þarna var verið að beita miklum blekkingum. Það er verið að beita blekkingum sýnist manni til að sölsa undir sig fé. Það er grafalvarlegt mál,“ segir Jón Steindór. Oddný G. Harðardóttir segir skýrsluna afdráttarlausa og skýra. „Og við skulum ekki gleyma því að þarna voru eigur almennings á ferðinni. Þannig að það voru náttúrlega ríkar skyldur að skoða hlutina vel. Einhvern veginn stendur maður bara uppi með þá hugsun: Þarna voru einstaklingar sem að blekktu þjóðina og fulltrúa hennar og stand uppi sem ríkir snillingar,“ segir Oddný. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þörf á frekari rannsóknum. „Þetta er náttúrlega mjög svört mynd sem er dregin upp þarna. Þetta hlýtur að vera í vissum skilningi áfall. Hins vegar brýnir þetta okkur í því að við þurfum að fá heildarmyndina. Ég held að það sé algerlega ljóst að við þurfum að sjá þessa einkavæðingu alla saman. Enda hefur Alþingi samþykkt að fara í þá vinnu og það hlýtur að vera næsta skref,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru slegnir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar og telja þær kalla á frekari ransóknir. Að loknum fundi með fréttamönnum gekk formaður rannsóknarnefndarinnar á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem hann fór yfir helstu niðurstöður og sat fyrir svörum nefndarmanna. Umræður fara síðan fram um skýrsluna á Alþingi á morgun. Brynjar Níelsson formaður nefndarinnar segir að nú taki við nánari yfirferð á skýrslunni. „Auðvitað er niðurstaðan sláandi. Það er að segja þar sem fullyrt er blekkingum hafi verið beitt. [...] Það sem kannski skiptir mestu máli í þessu; var þetta forsenda að hálfu stjórnvalda að þessi erlendi banki væri þarna. Það er eiginlega lykilspurningin sem við þurfum að svara, sem virðist vera samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Ég vil sjá þau gögn og fara yfir þau gögn og leyfa öðrum að tjá sig um þessi gögn sem kannski málið varða, áður en ég treysti mér til að taka afstöðu,“ segir Brynjar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að í skýrslunni komi fram skýr mynd af því að allur almenningur og stjórnvöld hafi verið blekkt. En innan S-hópsins voru einstaklingar og félög sem tengdust mjög Framsóknarflokknum og Samvinnuhreyfingunni þegar hún var til. „Það er nú þannig að Framsóknarflokkurinn og ekki síst fyrrverandi forystumenn, forsætisráðherra og formaður; Halldór heitinn Ásgrímsson, hefur setið undir talsverðum ásökunum um blekkingar og samsæri. Nú kemur að í ljós að stjórnvöld voru blekkt,“ segir Sigurður Ingi. Þetta sé gríðarlegur áfellisdómur yfir söluferlinu og gæta þurfi að því að þetta sé ekki að fara að gerast aftur við sölu bankanna nú. „Og núna við sölu á Arion banka er enn og aftur veifað, eigum við að segja viðurkenndum banka sem einum aðilanum. En við fáum ekki þau svör hvort hann sé raunverulegur eigandi,“ segir formaður Framsóknarflokksins. Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni segir mikilvægt að læra af mistökunum. „Nú geta nefndirnar kallað eftir upplýsingum varðandi Arion banka og sölu ríkisins þar. Fengið þar trúnaðarupplýsingar og gengið úr skugga um að það sé ekki sami blekkingarleikurinn í gangi. [...] Klárlega þurfa þingmenn að fá fullvissu sína um þetta og að sjálfsögðu ætti almenningur líka að fá þessar upplýsingar. Annars skapast ekki traust varðandi sölu ríkisins á eignum,“ segir Jón Þór. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar segir skýrsluna sjokkerandi. „Skýrslan er mjög afdráttarlaus og efni hennar er sjokkerandi. Maður er eiginlega miður sín eftir að lesa hana. Það er ljóst af því sem að minnsta kosti stendur í skýrslunni og ég hef lesið, að þarna var verið að beita miklum blekkingum. Það er verið að beita blekkingum sýnist manni til að sölsa undir sig fé. Það er grafalvarlegt mál,“ segir Jón Steindór. Oddný G. Harðardóttir segir skýrsluna afdráttarlausa og skýra. „Og við skulum ekki gleyma því að þarna voru eigur almennings á ferðinni. Þannig að það voru náttúrlega ríkar skyldur að skoða hlutina vel. Einhvern veginn stendur maður bara uppi með þá hugsun: Þarna voru einstaklingar sem að blekktu þjóðina og fulltrúa hennar og stand uppi sem ríkir snillingar,“ segir Oddný. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir þörf á frekari rannsóknum. „Þetta er náttúrlega mjög svört mynd sem er dregin upp þarna. Þetta hlýtur að vera í vissum skilningi áfall. Hins vegar brýnir þetta okkur í því að við þurfum að fá heildarmyndina. Ég held að það sé algerlega ljóst að við þurfum að sjá þessa einkavæðingu alla saman. Enda hefur Alþingi samþykkt að fara í þá vinnu og það hlýtur að vera næsta skref,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56