„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Sæunn Gísladóttir skrifar 29. mars 2017 11:54 Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 102,3 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. VÍSIR/VILHELM Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Allt bendir til þess að Ólafur Ólafsson hafi staðið einn í svokallaða S-hópnum að verki þegar hann blekkti stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um aðkomu þýska bankans Hauk & Aufhauser að kaup a hlut i Búnaðarbankanum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um sölu á 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Í skýrslunni kemur fram að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Í raun var eigandi hlutarins aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum og var Ólafur Ólafsson eigandi Welling & Partners. Á blaðamannafundi í dag, sem sjá má í heild hér að neðan, sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður nefndarinnar, að allt bendi til þess að ráðherrar og starfsfólk stjórnarráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu á tíma sölunnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu fra A til Ö," sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar, á blaðamannafundinum. Hann sagði að eftir viðtöl við aðra í S-hópnum, meðal annars Finn Ingólfsson og Kristjón Loftsson lægi fyrir að aðrir leiðtogar í hópnum vissu ekki um blekkinguna.Fékk 102,3 milljónir dollaraFram kom á fundinum að heildarávinningur Welling & Partners af þessu hafi numið 102,3 milljónum Bandaríkjadala að lágmarki á grundvelli baksamninga. Af þeirri fjárhæð runnu 58 milljónir dollara í aflandsfélag Ólafs Ólafssonar Marine Choice Limited. Ítarlega er fjallað um málavexti í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var opinber í dag. Hún er aðgengileg á PDF formi hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21