Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember.
Fundurinn mun standa yfir í þrjá klukkutíma á milli eitt og fjögur á morgun. Til fundarins eru boðaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun tala um tvö athyglisverð mál á fundinum því hann mun bæði ræða framtíð Laugardalsvallar sem og að fara yfir stöðu yfirmanns knattspyrnumála.
Guðni mun gefa sér 25 mínútur til að ræða Laugardalsvöllinn samkvæmt dagskrá fundarins en gerir ráð fyrir fimmtán mínútum í fyrirlestur sinn um stöðu yfirmanns knattspyrnumála.
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, mun einnig fara yfir mótamálin næsta sumar og hvernig KSÍ ætlar að leysa það að íslenska landsliðið er á leiðinni á heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Þá mun Gísli Gíslason, formaður starfshóps um lagabreytingar, fara yfir niðurstöður hópsins og kynna ennfremur fyrirhugaðar reglugerðarbreytingar. Gísli er einnig formaður laga-og leikreglnanefndar.
Dagskrá:
13:00 Fundur settur – Guðni Bergsson, formaður KSÍ
13:05 Laugardalsvöllur – Guðni Bergsson, formaður KSÍ
13:30 Niðurstöður starfshóps um lagabreytingar – Gísli Gíslason, formaður starfshópsins
14:00 Reglugerðarbreytingar – Gísli Gíslason, formaður laga-og leikreglnanefndar
14:15 Knattspyrnumótin – Birkir Sveinsson
- Tímabilið 2017
- Tímabilið 2018
14:45 Yfirmaður knattspyrnumála - Guðni Bergsson, formaður KSÍ
15:00 Önnur mál
Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
