Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað Sæunn Gísladóttir skrifar 5. júlí 2017 06:00 Hótelið við skíðaskálann verður minna en upphaflega var áætlað vísir/pjetur Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Ekki er lengur stefnt að 210 herbergja hóteli við skíðaskálann í Hveradölum heldur hóteli með undir 150 herbergjum. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem að verkefninu standa, segir minni vöxt í útgjöldum hvers ferðamanns undanfarin misseri ekki hafa spilað þarna inn í. „Nei, það spilaði ekkert inn í þar. Það er af markaðslegum ástæðum. Varðandi lónið breytist það ekki, þarna verður í kringum 8.000 fermetra lón. Það vantar sárlega vatnstengda afþreyingu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins,“ segir Þórir. Framkvæmdir hafa frestast við skíðaskálann í Hveradölum, en upphaflega var stefnt að því að framkvæmdir gætu hafist í vor. „Í vetur var auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir allt svæðið og út frá þeirri auglýsingu kom slatti af athugasemdum frá ýmsum fagaðilum og áhugasömum aðilum eins og við var að búast. Skipulagsstofnun sendi þá þessar athugasemdir til okkar og við erum núna þessa dagana að senda inn okkar svör. Það hefur tekið lengri tíma heldur en við áttum von á því að það þurfti að gera þarna ákveðnar mælingar og annað,“ segir Þórir. „Nú vitum við ekki hvernig Skipulagsstofnun tekur í svör okkar en mér finnst þau vel fullnægjandi, ég á von á því að það geti gerst í haust. Við vonumst til að þetta skýrist á haustmánuðum og að þá verði komin framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið.“ Áætlað er að verkefnið muni kosta um fimm milljarða króna og að á svæðinu verði fjölbreytt starfsemi. Hér fyrir neðan má sjá teikningar af uppbyggingunni frá því verkefnið var fyrst kynnt haustið 2015.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira