Kaupverðið er sagt vera 46,5 milljónir punda, en getur hækkað upp í 52 milljónir punda. Lacazette samdi við Arsenal til fimm ára.
Lacazette er nú orðinn dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, en fyrra metið átti Mezut Özil. Hann kostaði liðið 42,4 milljónir punda þegar hann kom frá Real Madrid árið 2013.
Þessi 26 ára framherji skoraði 28 mörk í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
You’ll never guess who… pic.twitter.com/4Owx2Bg17i
— Arsenal FC (@Arsenal) July 5, 2017