Veðurstofan gerir ráð norðlægri eða breytilegri átt á landinu í dag, með vindhraða upp á 3 til 8 m/s, en 8 til 15 m/s við suðausturströndina. Víða má búast við bjarviðri en jafnframt að það muni rigna á láglendi sunnan- og austantil. Styttir þar upp með deginum.
Það verður svo suðvestan 5 til 13 m/s í kvöld og skúrir eða slydduél suðvestanlands. Þó verður léttskýjað á Norðausturlandi.
Norðlægátt, 10 til 18 m/s norðantil á morgun og víða snjókoma en vestlæg átt 8 til 13 m/s og ringing með köflum á Suðurlandi.
Hiti nálægt frostmarki en hlýnar sunnanlands á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 3-10 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma síðdegis. Breytileg átt 5-13 sunnantil með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Vægt frost fyrir norðan en 0 til 5 stiga hiti syðra.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt 5-13 og él, en bjartviðri suðaustan- og austanlands. Víða vægt frost, en hiti rétt ofan frostmarks með ströndinni.
Á föstudag:
Vaxandi norðvestanátt, 10-18 seinnipartinn, hvassast norðaustanlands. Él eða snjókoma um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Norðvestan 13-18 austanlands, annars hægari norðlæg átt. Stöku él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram fremur kalt í veðri.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi sunnanátt undir kvöld með úrkomu og hlýnar.
Á mánudag:
Sunnan 13-18 og rigning á láglendi en snýst svo í suðvestan 8-13 með slydduéljum vestanlands. Hiti um og yfir frostmarki.
Snjór og slydda í kortunum
Stefán Ó. Jónsson skrifar
