Hálft sjöunda þúsund yfirgefur heilsugæslu fyrir einkastöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2017 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira