Allir nema Messi vissu að Neymar væri að fara frá Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2017 17:30 Neymar og Lionel Messi í leik með Barcelona. Vísir/Getty Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir í nýju viðtali við ESPN að hann vissi ekk að Neymar væri á leið frá Barcelona til Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á síðustu stundu. Svo virðist sem flestir í liðinu, eða hreinlega allir, hafi vitað þetta á undan Messi en núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins á borð við Gerard Pique og Xavi hafa opinberað að Neymar sagði þeim frá þessu í brúðkaupi Messi síðasta sumar. Messi viðurkennir að hann fékk að vita hvað stóð Neymari til boða en hann var einn sá allra síðasti til að vita að hann ætlaði í alvörunni að yfirgefa Nývang. „Í sannleika sagt þá vissi ég ekki að Neymar var að segja frá þessu í brúðkaupinu,“ segir Messi. „Við vorum að tala saman á síðasta degi æfingaferðarinnar í Bandaríkjunum og þá vissi ég enn þá ekki neitt. Hann sagðist óviss um hvað hann ætlaði að gera. Aðrir sögðust vita það en ég vissi ekkert þarna.“ Neymar sagði Pique, Xavi og fleirum í brúðkaupinu að hann vildi prófa eitthvað nýtt og fór þess vegna til Parísar. „Ég spurði hann hvers vegna hann vildi fara og Neymar sagðist vera óánægður í Barcelona og að hann vildi fá nýja upplifun í Frakklandi. Það var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ segir Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir í nýju viðtali við ESPN að hann vissi ekk að Neymar væri á leið frá Barcelona til Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á síðustu stundu. Svo virðist sem flestir í liðinu, eða hreinlega allir, hafi vitað þetta á undan Messi en núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins á borð við Gerard Pique og Xavi hafa opinberað að Neymar sagði þeim frá þessu í brúðkaupi Messi síðasta sumar. Messi viðurkennir að hann fékk að vita hvað stóð Neymari til boða en hann var einn sá allra síðasti til að vita að hann ætlaði í alvörunni að yfirgefa Nývang. „Í sannleika sagt þá vissi ég ekki að Neymar var að segja frá þessu í brúðkaupinu,“ segir Messi. „Við vorum að tala saman á síðasta degi æfingaferðarinnar í Bandaríkjunum og þá vissi ég enn þá ekki neitt. Hann sagðist óviss um hvað hann ætlaði að gera. Aðrir sögðust vita það en ég vissi ekkert þarna.“ Neymar sagði Pique, Xavi og fleirum í brúðkaupinu að hann vildi prófa eitthvað nýtt og fór þess vegna til Parísar. „Ég spurði hann hvers vegna hann vildi fara og Neymar sagðist vera óánægður í Barcelona og að hann vildi fá nýja upplifun í Frakklandi. Það var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ segir Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira