Daginn hefur lengt um klukkustund í borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2017 18:43 Daginn hefur nú lengt um rúma klukkustund í Reykjavík frá vetrarsólstöðum en nyrst á landinu nemur lengingin um klukkustund og fjörutíu mínútum. Skammdegið víkur þannig mishratt eftir því hvar við búum á landinu. Landsmenn taka eftir því að daginn er tekið að lengja, bæði er bjartara yfir þegar sól er hæst á lofti og birtutíminn varir lengur. En breytingin birtist okkur misjafnlega eftir því hvar við erum stödd á landinu. Til dæmis munar talsverðu hvenær sól er hæst á lofti, þannig var hádegið klukkan 13.37 í Reykjavík í dag, klukkan 13.41 á Ísafirði en klukkan á 13.06 á Egilsstöðum. Hádegið birtist Austfirðingum þannig 35 mínútum fyrr en Vestfirðingum. Og meðan sólin í Reykjavík fór hæst í 4,6 gráður yfir sjóndeildarhring fór hún hæst í 2,8 gráður á norðanverðum Vestfjörðum og upp í 5,3 gráður í syðstu byggð landsins, Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að lengd sólargangsins í dag var misjöfn, þannig hélst sólin á lofti í Reykjavík í 5 klukkustundir og 16 mínútur en á Akureyri í 4 klukkustundir og 32 mínútur; 44 mínútum skemur en í Reykjavík. Upplýsingarnar sóttum við í gegnum vefsíðuna timeanddate.com.Einni klukkustund munaði á lengd sólargangs á Akureyri og í Vestmannaeyjum í dag.Grafík/Tótla I. Sæmundsdóttir.Lenging sólargangs frá vetrarsólstöðum, 21. desember, er einnig ærið misjöfn, meðan daginn hafði lengt um eina klukkustund og átta mínútur í Reykjavík í dag hafði hann lengt um eina klukkustund og 37 mínútur á Ísafirði. Stundum er talað um að daginn lengi bara um hænufet fyrst eftir vetrarsólstöður, svo lítil virðist hún vera. En upp úr þessu er daginn tekið að lengja hraðar, um fimm til sex mínútur á dag, og eftir viku varir birtutíminn í borginni um 35 mínútum lengur en í dag. Þá getum við farið að huga að því að kveðja skammdegið.Lenging sólargangs frá vetrarsólstöðum er meiri á norðanverðu landinu.Grafík/Tótla I. Sæmundsdóttir. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Daginn hefur nú lengt um rúma klukkustund í Reykjavík frá vetrarsólstöðum en nyrst á landinu nemur lengingin um klukkustund og fjörutíu mínútum. Skammdegið víkur þannig mishratt eftir því hvar við búum á landinu. Landsmenn taka eftir því að daginn er tekið að lengja, bæði er bjartara yfir þegar sól er hæst á lofti og birtutíminn varir lengur. En breytingin birtist okkur misjafnlega eftir því hvar við erum stödd á landinu. Til dæmis munar talsverðu hvenær sól er hæst á lofti, þannig var hádegið klukkan 13.37 í Reykjavík í dag, klukkan 13.41 á Ísafirði en klukkan á 13.06 á Egilsstöðum. Hádegið birtist Austfirðingum þannig 35 mínútum fyrr en Vestfirðingum. Og meðan sólin í Reykjavík fór hæst í 4,6 gráður yfir sjóndeildarhring fór hún hæst í 2,8 gráður á norðanverðum Vestfjörðum og upp í 5,3 gráður í syðstu byggð landsins, Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að lengd sólargangsins í dag var misjöfn, þannig hélst sólin á lofti í Reykjavík í 5 klukkustundir og 16 mínútur en á Akureyri í 4 klukkustundir og 32 mínútur; 44 mínútum skemur en í Reykjavík. Upplýsingarnar sóttum við í gegnum vefsíðuna timeanddate.com.Einni klukkustund munaði á lengd sólargangs á Akureyri og í Vestmannaeyjum í dag.Grafík/Tótla I. Sæmundsdóttir.Lenging sólargangs frá vetrarsólstöðum, 21. desember, er einnig ærið misjöfn, meðan daginn hafði lengt um eina klukkustund og átta mínútur í Reykjavík í dag hafði hann lengt um eina klukkustund og 37 mínútur á Ísafirði. Stundum er talað um að daginn lengi bara um hænufet fyrst eftir vetrarsólstöður, svo lítil virðist hún vera. En upp úr þessu er daginn tekið að lengja hraðar, um fimm til sex mínútur á dag, og eftir viku varir birtutíminn í borginni um 35 mínútum lengur en í dag. Þá getum við farið að huga að því að kveðja skammdegið.Lenging sólargangs frá vetrarsólstöðum er meiri á norðanverðu landinu.Grafík/Tótla I. Sæmundsdóttir.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira