Geir svarar Heimi: Fór aldrei á bak við hann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2017 09:29 Geir tók við formennsku KSÍ árið 2007 en lét af störfum fyrr á árinu. Mynd/KSÍ Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Geir Þorsteinsson segist ekki hafa farið á bak við Heimi Hallgrímsson þegar hann ræddi við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf fyrir KSÍ, eins og fram kom í viðtali við Heimi sem birtist í DV á föstudaginn. Þetta segir Geir í tilkynningu sem hann sendi mbl.is. Þar segir Geir, fyrrverandi formaður KSÍ og núverandi heiðursformaður, að hann hafi alltaf komið fram af heiðarleika. Ekkert hafi staðið í samningum Heimis um það að sambandið mætti ekki ræða við Lars Lagerbäck um áframhaldandi störf, og að viðræður sambandsins við Lars hafi verið á obinberum vettvangi.Sjá einnig: KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áframHeimir sagði hins vegar að í samningi sínum hafi staðið að hann myndi taka við stjórn landsliðsins eftir Evrópumótið í Frakklandi, og því hefði KSÍ brotið samninginn þegar sambandið ræddi við Lars um áhuga hans á því að halda áfram með liðið.Pistill Geirs hljóðaði svona:„Ísland er komið á HM. Til hamingju leikmenn, þjálfarar og allir sem lögðu hönd á plóg sem eru ófáir. Sannarlega glæsilegt afrek hjá ykkur í heimi knattspyrnunnar. Ég lít stoltur til baka og minnist þess þegar ég hafði samband við Heimi Hallgrímsson knattspyrnuþjálfara og bauð honum að koma til starfa fyrir KSÍ. Þá hafði enginn – ég ítreka enginn – stungið upp á Heimi til þeirra starfa fyrir KSÍ. Ég sá að þar fór sómamaður, efnilegur og metnaðarfullur þjálfari. Í viðtali í DV segir Heimir að ég hafi farið á bakvið sig í störfum mínum fyrir KSÍ. Þetta er rangt. Í störfum mínum innan knattspyrnuhreyfingarinnar kom ég ávallt fram af heiðarleika. Hið rétta er að KSÍ samdi við Heimi um að taka við landsliðinu að lokinni úrslitakeppni EM 2016. Ekkert í þeim samningi kom í veg fyrir að ég ræddi við Lars Lagerbäck um hvort hann hefði áhuga á að halda áfram eftir úrslitakeppni EM 2016. KSÍ bar ekki að leita samþykkis Heimis en ég gerði mér fyllilega grein fyrir því hver vilji hans var enda skjalfast. Áhugi KSÍ að hafa Lars áfram í starfi kom fram á opinberum vettvangi og var öllum ljós. Aldrei kom til samningsviðræðna við Lars því hann ákvað að láta staðar numið. Ræða má ef og hefði. Ef Lars hefði viljað halda áfram, hefði KSÍ orðið að óska eftir breytingum á samningi sínum við Heimi ella greiða umsamdar bætur. Til þess kom hins vegar aldrei og KSÍ hefur í einu og öllu staðið við sinn samning við Heimi. Rétt er að Heimir var ósáttur við þessa atburðarás og tjáði mér það. Hins vegar er það svo að stjórnun KSÍ er í höndum stjórnar og ársþings. Oft er reynt að verða við óskum þjálfara landsliða en það er engu að síður stjórn KSÍ sem gætir heildarhagsmuna sambandsins. Það að Heimir hafi verið ósáttur við mín vinnubrögð í þessu máli skil ég – en ég fór að vilja KSÍ í málinu og á bakvið Heimi fór ég aldrei. Mitt ráð til hans og þeirra sem njóta nú þess mikla afreks að Ísland er komið á HM, er að koma fram af auðmýkt og þakklæti. Við stöndum nú öll á öxlum risa sem eru störf og afrek þeirra sem á undan okkur gengu í knattspyrnuhreyfingunni.“ Með vinsemd og virðingu, Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira