KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 09:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýrðu saman íslenska landsliðinu þar til í fyrra. Vísir/stefán Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30