KSÍ fór á bak við Heimi sem hefði íhugað að hætta hefði Lars verið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 09:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck stýrðu saman íslenska landsliðinu þar til í fyrra. Vísir/stefán Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, væri mögulega ekki lengur tengdur landsliðinu hefði Lars Lagerbäck samið aftur við KSÍ árið 2016 þegar sambandið reyndi að fá hann til að vera áfram. Þetta kemur fram í helgarviðtali DV við Heimi þar sem hann segir að þáverandi formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hafi farið á bakvið hann með því að reyna að semja aftur við Lagerbäck. Þegar KSÍ samdi aftur við Heimi fyrir undankeppni EM 2016 var það klárt að eftir Evrópumótið myndi Lars stíga til hliðar og Heimir yrði einn aðalþjálfari liðsins. Eyjamanninum stóðu aðrir kostir til boða en honum leist vel á að taka eina undankeppni með Lars til viðbótar og verða svo landsliðsþjálfari. „Ég hefði líklega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningnum mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræður við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samningur orðinn marklaus,“ sagði Heimir í viðtalinu við DV en brot úr því birtist einnig á 433.is. Aðspurður hvort Geir Þorsteinsson hafi hreinlega farið á bakvið sig með því að reyna að semja aftur við Lars segir Heimir: „Já mér fannst það. Auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægður í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur [...] Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbúinn til þess, “ segir Heimir Hallgrímsson. X
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00 Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00 Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Þessir strákar hafa unnið meira en þriðjung allra sigurleikja Íslands í sögu HM og EM Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið inn á sitt annað stórmót í röð en sami landsliðskjarninn hefur komið íslenska landsliðinu upp um meira en hundrað sæti á FIFA-listanum sem og inn á EM og HM í fyrsta sinn í sögunni. 11. október 2017 06:00
Hverju svaraði Heimir þegar að hann var spurður hvort Ísland kæmist á HM? Heimir Hallgrímsson fékk spurninguna í þættinum Þegar að Höddi hitti Heimi síðustu jól. 11. október 2017 16:00
Ísland fyrir ofan England og Kólumbíu á styrkleikalista fyrir HM Enska blaðið Guardian setur upp styrkleikalista fyrir liðin sem eru komin til Rússlands. 11. október 2017 11:30