Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram Hersir Aron Ólafsson skrifar 15. október 2017 19:00 45 manns á vegum Göngum saman eru nú í New York. Gunnhildur Óskarsdóttir Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan. Árið 2007 hélt hópur 24 íslenskra kvenna til New York og tók þar þátt í styrktargöngunni fyrir krabbameinsrannsóknir. Upp úr því fæddist svo hugmyndin um söfnunarátakið Göngum saman, en á þeim vettvangi hafa tugir milljóna safnast til rannsókna á sjúkdómnum hér á landi. Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður átaksins segir það hafa legið beint við að mæta aftur á staðinn og halda upp á áfangann. „Þetta hefur undið svo mikið upp á sig og gert það að verkum að okkur hefur tekist að gera mikilvæga hluti fyrir rannsakendur á Íslandi og samfélagið. Fyrir 10 árum síðan ákváðum við að fara í þessa göngu og á sama tíma ákváðum við að stofna Göngum saman. Við þurftum að greiða um tvær og hálfa milljón fyrir að taka þátt í þessari göngu samtals og ákváðum að styrkja íslenskar grunnrannsóknir um sömu upphæð,“ segir Gunnhildur.80 milljónir safnast á tíu árum Nú eru liðin tíu ár og hafa á þeim tíma safnast 80 milljónir í grunnrannsóknir fyrir tilstilli Göngum saman. Meðlimir vildu því fara aftur á staðinn þar sem allt byrjaði, hvetja göngufólk til dáða og þakka fyrir sig. Litið er á íslenska hópinn sem eins konar heiðursgesti og hafa þeir bæði mætt á samkomur og farið í viðtöl hjá fjölmiðlum vestanhafs. Hópurinn stendur í sérútbúnum íslenskum bolum á götuhornum víða um borgina og hvetur göngumenn til dáða. Gunnhildur segir að um það snúist einmitt átakið í sjálfu sér, að hvetja fólk áfram og vinna í átt að lausnum. Hún segir að fjáröflunin sé þó það sem mestu máli skipti, enda sé afar mikilvægt að hlúð sé að grunnrannsóknum á meininu. „Það verða engar rannsóknir og engar framfarir í læknavísindum ef það er ekki fyrir grunnrannsóknir. Þær eru grundvöllurinn og undirstaðan,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira