Rétt eins og í Reykjavík var skálað undir morgun í Dublin þó svo HM-sætið sé ekki klárt hjá Írum. Sigurinn og áfanginn var sætur.
Írski UFC-meistarinn Conor McGregor birti mynd af sér á Instagram í gær þar sem hann er hlæjandi með bjór. Reyndar Budweiser en ekki Guinness sem er Írum líklega mikil vonbrigði. Það gæti þó líklega haft eitthvað með peninga að gera.
Þar óskaði hann strákunum til hamingju en Írarnir eru þekktir fyrir að standa þétt saman.