Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira