Þau voru ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 15:34 Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla og Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla. RÚV Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira