Ísland í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2017 15:47 Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins fagnar hér á Laugardalsvelli þegar Ísland tryggði sér farmiðann til Rússlands. vísir/ernir Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
Ísland verður í D-riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á HM í Rússlandi í knattspyrnu karla sumarið 2018. Þetta kom í ljós nú rétt í þessu en verið er að draga í riðla í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Fyrsti leikur Íslands verður við Argentínu laugardaginn 16. júní í Moskvu. Eins og eflaust flestir vita leikur einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, með Argentínu og því munu strákarnir okkar mæta Messi í Moskvu daginn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þeir mæta svo Nígeríu í Volgograd föstudaginn 22. júní og þriðjudaginn 26. júní mætum við okkar fornu fjendum Króötum í Rostov-on-Don.Það má með sanni segja að riðillinn sé dauðariðill en Argentína er eitt besta knattspyrnulið heims. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Króatía reynst okkur erfiður mótherji en einhverjir muna eflaust eftir því að Króatar komu í veg fyrir að Íslendingar kæmust á HM 2014 þegar strákarnir töpuðu fyrir þeim í umspilinu 2013. Við vorum síðan með þeim í riðli í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi þar sem við töpuðum fyrir þeim 2-0 úti í Króatíu en sigruðum þá svo 1-0 heima í sumar. Nígería er síðan þrefaldur Afríkumeistari en liðið vann þann titil árið 2013. Ísland hefur leikið einn lið við Nígeríu. Það var í vináttulandsleik í ágúst 1981 og unnum við leikinn 3-0.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:34.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira