Skimun á lungnakrabba gæti bjargað lífi fjölmargra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 18:34 Lungnakrabbamein er það krabbamein sem leggur flesta að velli á Íslandi Vísir/Getty Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas. Vísindi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas.
Vísindi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira