Skimun á lungnakrabba gæti bjargað lífi fjölmargra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 18:34 Lungnakrabbamein er það krabbamein sem leggur flesta að velli á Íslandi Vísir/Getty Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas. Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, er einn af fimmtán höfundum greinar þar sem mælt er með reglulegri skimun lungnakrabbameins á Norðurlöndunum. Bandarísk rannsókn sýnir að skimun hafi lækkað dánartíðni um tuttugu prósent enda góður árangur af lyfjameðferð og skurðaðgerð ef meinið greinist snemma. „Lungnakrabbi hefur ekki fengið þá athygli sem á skilið," segir Tómas. „Þetta er annað algengasta krabbameinið í báðum kynjum á Íslandi og leggur fleiri að velli en brjósta-, blöðruhálskirtils- og ristilkrabbamein samanlagt." 170 fá lungnakrabbamein á hverju ári og mjög stór hluti lætur lífið af sjúkdómnum. Tómas telur litla athygli tengjast því að níutíu prósent sjúklinga fá meinið vegna reykinga og hafi því haft áhrif á veikindi sín. „Það verður auðvitað að bjóða öllum bestu meðferð og í þessu tilfelli er mikilvægast að greina meinið snemma og gera skurðaðgerð." Í grein læknanna er mælt með skimun hjá 55-80 ára gömlu fólki sem hefur reykt í þrjátíu ár, reykja enn eða hættu á síðustu fimmtán árum. Um tíu þúsund Íslendingar passa í þann ramma og er tækjabúnaður nú þegar til staðar. Skimun kostar um það bil tuttugu þúsund krónur en það er líka ávinningur, fyrir einstaklinginn sjálfan og þjóðfélagið. „Við teljum að þetta muni spara þjóðfélaginu peninga. Við náum að greina sjúklinga fyrr og losnum þá við mjög dýra lyfjameðferð," segir Tómas.
Vísindi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira