Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í sænska úrvalsdeildarliðinu Eskilstuna United hafa byrjað tímabilið frábærlega.
Eskilstuna sótti Göteborg heim í dag og vann 0-1 sigur. Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna sem hefur haldið hreinu í síðustu tveimur leikjum sínum. Þetta var jafnframt fjórði sigur liðsins í röð.
Eskilstuna er með 16 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Linköpings.
Limhamm Bunkeflo hafði betur gegn Djurgårdens, 2-1, í Íslendingaslag.
Anna Björk Kristjánsdóttir stóð vaktina í vörn Limhamm Bunkeflo sem hefur unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum.
Hallbera Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Djurgården en Guðbjörg Gunnarsdóttir sat á bekknum.
Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstads sem gerði markalaust jafntefli við Hammarby á heimavelli.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.
Fjórði sigur Glódísar og stallna hennar í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn


„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn


Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“
Íslenski boltinn