Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2017 20:45 Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla. Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla.
Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45
Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00