Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2017 20:45 Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla. Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla.
Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45
Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00