Patreksfjörður fengið mestan afla á land úr strandveiðunum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2017 20:45 Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla. Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Strandveiðibátar hafi aldrei veitt eins vel í maímánuði og nú. Patreksfjörður trónir á toppnum með mestan afla á land eftir fyrstu þrjár vikur. Farið var yfir nýjustu aflatölur í fréttum Stöðvar 2. Þótt bræla hafi truflað strandveiðarnar framan hefur afli á bát aldrei verið jafn mikill og nú, eða 601 kíló að meðaltali á bát eftir hvern veiðidag, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. 438 bátar eru nú byrjaðir á strandveiðum og er flotinn þegar búinn að veiða um 1.400 tonn eða 56 prósent af kvóta maímánaðar. Aflanum þessar þrjár vikur hefur verið landað á 45 stöðum hringinn í kringum landið og það er athyglisvert að stærstu byggðirnar, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri, eru allar neðarlega á listanum. Það eru smærri byggðir sem eru að fá mest af strandveiðiaflanum, samkvæmt tölum Fiskistofu. Afla landað á Patreksfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Norðvestursvæðið, frá Snæfellsnesi og norður í Djúp, er búið með hlutfallslega mest af heildarpotti sínum, eða 78 prósent, og hefur Fiskistofa nú auglýst stöðvun strandveiða á svæði A frá og með 24. maí til og með 31. maí. Samkvæmt þessu er síðasti dagur strandveiða í mánuðinum á svæði A þriðjudagurinn 23. maí. Mestum afla til þessa hefur verið landað á Patreksfirði, eða hundrað tonnum. Bolungarvík er í öðru sæti með 71 tonn en síðan koma Ólafsvík, Skagaströnd, Rif, Grundarfjörður, Hornafjörður, Siglufjörður, Arnarstapi og Djúpivogur. Tíu hæstu löndunarhafnir strandveiðiafla eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt samantekt Fiskistofu.Strandveiðarnar eru hins vegar fremur kappveiðar milli báta og hér fyrir neðan er listinn yfir tíu efstu. Einn bátur, Sóla GK úr Grindavík, er kominn í átta tonn, í öðru sæti er Natalia NS frá Bakkafirði og Birta SU frá Djúpavogi er í þriðja sæti. Hverjum báti er hins vegar að hámarki heimilt að veiða á hverjum degi jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kíló af þorski upp úr sjó. Umframafli verður eign ríkissjóðs, auk þess sem hann dregst frá þeim afla sem var til skiptanna.Tíu aflahæstu strandveiðibátarnir, eftir fyrstu þrjár vikur, samkvæmt tölum Fiskistofu.Hætt er við að einhverjir þessara báta lendi á einskonar svörtum lista Fiskistofu því hún hyggst birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram. Landssamband smábátaeigenda telur að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla.
Tengdar fréttir Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45 Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Bolungarvík efst í strandveiðinni Bolungarvík hefur forystuna í lönduðum afla eftir fyrstu viku strandveiðanna, Patreksfjörður er í öðru sæti og Skagaströnd í því þriðja. 5. maí 2017 14:45
Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. 2. maí 2017 21:00