Geta varað við næstu Suðurlandsskjálftum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2017 10:32 Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit. Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit.
Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15