Geta varað við næstu Suðurlandsskjálftum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2017 10:32 Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit. Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit.
Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15