Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2017 20:15 Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“ Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Allt að sjö stiga jarðskjálfti gæti orðið austarlega á Suðurlandsundirlendi á næstu árum og allt að 6,5 stiga á Bláfjallasvæðinu, að mati Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir skjálftann við Árnes um helgina sýna að mikil spenna sé til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu. Rætt var við Ragnar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá hér að ofan. Þótt kominn sé á eftirlaun vinnur Ragnar Stefánsson enn að rannsóknum á því hvernig sjá megi fyrir stóra jarðskjálfta. Hann segir skjálftann við Árnes á laugardag þó ekki hafa beint forspárgildi um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Jarðskjálftinn segir okkur að á þessum stað er tiltölulega mikil spenna og hann segir okkur líka að þessi sprunga, - hún er lifandi,“ segir Ragnar um Árnesskjálftann, sem mældist 4,5 stig. Hann minnir á að Suðurlandsskjálftarnir árið 1896 áttu upptök á sömu slóðum. „Þeir byrjuðu aðeins fyrir austan þennan skjálfta sem varð núna. En síðasti skjálftinn í þeirri hrinu varð ekki fyrr en árið 1912, og hann var austur undir Selsundi, sem er skammt vestur af Heklu. Og hann var stærstur af þessum skjálftum, sem byrjuðu þarna 1896.“ Jarðskjálftinn árið 1912 er talinn hafa verið sjö stig.Suðurlandsvegur eftir skjálftann þann 17. júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Suðurlandsskjálftarnir tveir árið 2000 mældust 6,5 og 6,6 stig, og skjálftinn árið 2008 mældist 6,2 stig. Ragnar telur þeirri hrinu ekki lokið og búast megi við fleiri stórskjálftum, sérstaklega í Rangárvallasýslu. „Á austasta hluta brotabeltisins, frá Landi og austur að Heklu, - og þá suður af Heklu. Og svo aftur vestar, - vestur undir Bláfjöllum. Þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega að skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík.“ Um líklegan tímaramma næsta skjálfta, segir Ragnar: „Þetta gæti orðið á þessu ári og á næstu fimm til tíu árum, - hvort sem maður er að tala um austast á Suðurlandsbrotabeltinu eða hérna á Bláfjallasvæðinu.“ En hve stórum skjálfta má búast við? „Austast á Suðurlandsbrotabeltinu gæti hann örugglega farið upp í sjö. Hérna vestar, á Bláfjallasvæðinu, hugsum við nú frekar um sex og hálfan. Líklega verða ekki eins stórir skjálftar hér á þessu svæði eins og austast á Suðurlandsbrotabeltinu.“ Ragnar telur líkur á að hægt verði að spá fyrir um næsta stóra Suðurlandsskjálfta. „Já. Það er langlíklegast. Ef menn myndu fylgjast sæmilega vel með þá er mjög líklegt að það væri hægt að vara við skjálfta þarna á þessu svæði. Og þessvegna má ekki slaka á með það að byggja þessar rannsóknir upp áfram, eins og þær voru byggðar upp hér um árið. Menn hafa slakað svolítið á í sambandi við það, því miður.“
Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Sjá meira
Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47
Sjáðu jarðskjálftann við Árnes Skjálftinn sést greinilega á myndbandi sem vefmyndavél Mílu náði í dag. 6. maí 2017 17:45