Markastíflan brast með látum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 06:00 Glódís Perla og stelpurnar fagna í kvöld. vísir/eyþór Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist. Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist.
Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira