„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 11:24 Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53