„Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. september 2017 11:24 Dómsmálaráðherra situr fyrir svörum þingmanna á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. vísir/anton brink Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað. Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, frábiður sér ásakanir á hendur henni og ráðuneyti hennar um að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt í kringum mál tengd uppreist æru. Þetta kom fram í máli hennar á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar hún svaraði spurningu Oddnýjar G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Fram hefur komið að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, skrifað undir umsögn á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns, Hjalta Sigurjóns Haukssonar, um uppreist æru. Sigríður greindi Bjarna frá aðkomu föður hans að því máli í júlí síðastliðnum. „Hér var gerð tilraun til þess að þagga niður og gera ekki opinber nöfnin á þeim sem skrifuðu undir bréfin. Hver ber ábyrgð á því? Er það ráðherrann, stjórnarþingmenn sem lögðu mikið á sig til að sannfæra almenning um að nöfnin skiptu engumáli í ferlinu eða var það forsætisráðherra?“ spurði Oddný Sigríði.Ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun Ráðherrann svaraði því til að í spurningunni fælust ósannindi og að hún yrði að fá að svara þeim. „Hér var engin tilraun til þöggunar eða þöggun yfirhöfuð,“ sagði Sigríður og spurði hvort að Oddný væri að vísa í það að fjölmiðlum hefði verið ekki verið veittur aðgangur að gögnum í máli Roberts Downey strax. Sigríður sagði það afskaplega ómaklegt að saka sérfræðinga ráðuneytisins um þöggun þar sem þeir hefðu það eitt að markmiði að fara vel og varfærnislega með trúnaðarupplýsingar. Ráðuneytið neitaði að afhenda fjölmiðlum gögnum en sá úrskurður var kærður til úrskurðarnefndar upplýsingamála. „Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því,“ sagði Sigríður.Sá enga ástæðu til að farið yrði öðruvísi með gögn í máli Hjalta Hún sagði síðan að þegar hún heyrði af því að faðir forsætisráðherra væri umsagnaraðili í einu máli sem sneri að uppreist æru þá sá hún enga ástæðu til þess að um það yrði fjallað á annan hátt en önnur sambærileg mál. „Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál.“ Þá hafði ráðherrann áður svarað því að hún hefði ekki hlutast til um það innan ráðuneytisins með hvaða hætti beiðni fjölmiðla um afhendingu á gögnum í máli Roberts Downey yrði háttað.
Alþingi Uppreist æru Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49 Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00 Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður dró umsókn um uppreist æru til baka Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn barni og hafði sótt um uppreist æru dró umsókn sína til baka í morgun. 19. september 2017 10:49
Ræða hvort hægt sé að taka uppreist æru Hjalta til baka vegna gruns um skjalafals Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra verður á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. 19. september 2017 09:00
Bein útsending: Opinn fundur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar um uppreist æru Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er gestur fundarins. 19. september 2017 09:53