Norsku stelpurnar máttu ekki skiptast á treyjum eins og strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Hin íslensk ættaða María Þórisdóttir eftir leik norska liðsins á EM. Hún sést hér í teyjunni sem hún þurfti að nota aftur og aftur á EM. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira