Gorsuch segir Trump ekki hafinn yfir lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2017 14:48 Neil Gorsuch. Vísir/Getty Neil M. Gorsuch, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump, heldur því staðfastlega fram að enginn, ekki einu sinni forseti Bandaríkjanna, sé hafinn yfir lög. Þetta kom fram á öðrum degi áheyrnar hans frammi fyrir þinginu. BBC greinir frá. Aðspurður hvort Trump gæti verið sóttur til saka ef hann kæmi aftur á ólöglegum yfirheyrsluaðferðum, þ.á.m. svokallaðri „waterboarding“-aðferð, ítrekaði Gorsuch þessa skoðun sína. Þá var hann einnig spurður út í úrskurð í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 en í kosningabaráttu sinni lagði Trump áherslu á að skipa dómara sem myndi snúa úrskurðinum við. Gorsuch svaraði einfaldlega „nei“ og að hann hefði „gengið út“ ef Trump hefði farið þess á leit við hann. Hann fullyrti enn fremur að hann hefði ekki verið beðinn um að lofa neinu varðandi dómsúrskurði. Gorsuch gaf annars lítið upp og forðaðist að fullyrða nokkuð sem gæti reynst umdeilt. Þá var hann einnig spurður út í réttindi fólks á vinnumarkaði, umdeilt ferðabann forsetans og hversu bókstaflega ætti að styðjast við stjórnarskrána í túlkun á lögum. Svör hans voru nokkuð loðin. Óvíst er hvort Demókratar reyni að standa í vegi fyrir tilnefningu Gorsuch. Ef þeir láta á það reyna gæti það reynst þeim erfitt en Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Búist er við að kosið verði um tilnefninguna fyrir 7. apríl næstkomandi. Þriðji dagur áheyrnar Gorsuch frammi fyrir þinginu fer nú fram. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gorsuch heitir sjálfstæði í Hæstarétti Hæstaréttardómaraefni Trump segist ekki hafa lofað neinu varðandi úrskurði sína. 21. mars 2017 16:50 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa. 22. mars 2017 07:45 Trump segir þingsæti Repúblikana í húfi Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obamacare. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Neil M. Gorsuch, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump, heldur því staðfastlega fram að enginn, ekki einu sinni forseti Bandaríkjanna, sé hafinn yfir lög. Þetta kom fram á öðrum degi áheyrnar hans frammi fyrir þinginu. BBC greinir frá. Aðspurður hvort Trump gæti verið sóttur til saka ef hann kæmi aftur á ólöglegum yfirheyrsluaðferðum, þ.á.m. svokallaðri „waterboarding“-aðferð, ítrekaði Gorsuch þessa skoðun sína. Þá var hann einnig spurður út í úrskurð í máli Roe v. Wade frá árinu 1973 en í kosningabaráttu sinni lagði Trump áherslu á að skipa dómara sem myndi snúa úrskurðinum við. Gorsuch svaraði einfaldlega „nei“ og að hann hefði „gengið út“ ef Trump hefði farið þess á leit við hann. Hann fullyrti enn fremur að hann hefði ekki verið beðinn um að lofa neinu varðandi dómsúrskurði. Gorsuch gaf annars lítið upp og forðaðist að fullyrða nokkuð sem gæti reynst umdeilt. Þá var hann einnig spurður út í réttindi fólks á vinnumarkaði, umdeilt ferðabann forsetans og hversu bókstaflega ætti að styðjast við stjórnarskrána í túlkun á lögum. Svör hans voru nokkuð loðin. Óvíst er hvort Demókratar reyni að standa í vegi fyrir tilnefningu Gorsuch. Ef þeir láta á það reyna gæti það reynst þeim erfitt en Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeild bandaríska þingsins. Búist er við að kosið verði um tilnefninguna fyrir 7. apríl næstkomandi. Þriðji dagur áheyrnar Gorsuch frammi fyrir þinginu fer nú fram.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gorsuch heitir sjálfstæði í Hæstarétti Hæstaréttardómaraefni Trump segist ekki hafa lofað neinu varðandi úrskurði sína. 21. mars 2017 16:50 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa. 22. mars 2017 07:45 Trump segir þingsæti Repúblikana í húfi Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obamacare. 22. mars 2017 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Gorsuch heitir sjálfstæði í Hæstarétti Hæstaréttardómaraefni Trump segist ekki hafa lofað neinu varðandi úrskurði sína. 21. mars 2017 16:50
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Banki sem lánaði Trump 300 milljónir dollara í lykilhlutverki í peningaþvætti rússneskra glæpamanna Þýski bankinn Deutsche Bank sem lánaði Donald Trump 300 milljónir dollara lék lykilhlutverk í umfangsmiklu peningaþvætti sem tengist glæpastarfsemi í Rússlandi og rekja má allt til rússneskra valdhafa. 22. mars 2017 07:45
Trump segir þingsæti Repúblikana í húfi Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obamacare. 22. mars 2017 07:00