Hæstiréttur „gríðarlega tregur“ til að fjalla um félagsleg réttindi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Hæstiréttur hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt manna til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því í Öryrkjabandalagsdómnum árið 2000. vísir/stefán Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra réttinda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragnarsson, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskólann, fjallar um nýja dómaframkvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar.Kári Hólmar Ragnarsson, doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskólaHann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum réttindum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalagsdómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viðurkennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, einkum jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyris, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra réttinda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragnarsson, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskólann, fjallar um nýja dómaframkvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar.Kári Hólmar Ragnarsson, doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskólaHann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum réttindum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalagsdómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viðurkennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, einkum jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyris, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira