Hæstiréttur „gríðarlega tregur“ til að fjalla um félagsleg réttindi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júní 2017 07:00 Hæstiréttur hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt manna til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því í Öryrkjabandalagsdómnum árið 2000. vísir/stefán Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra réttinda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragnarsson, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskólann, fjallar um nýja dómaframkvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar.Kári Hólmar Ragnarsson, doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskólaHann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum réttindum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalagsdómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viðurkennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, einkum jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyris, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur ekki fallist á málsástæður gegn ríkinu á grundvelli 76. greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að öllum skuli tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika, frá því árið 2000. Doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskóla segir nýjustu dóma réttarins benda til þess að hann sé „gríðarlega tregur“ til þess að fjalla um félagsleg réttindi. Dómstólum sé heimilt og skylt að leggja efnislegt mat á það hvort stjórnarskrárvarin réttindi séu virt í raun og veru. Ef Hæstiréttur hverfi frá því hlutverki sínu sé hugmyndin um lagalega vernd félagslegra réttinda í verulegri hættu. Lögmaðurinn Kári Hólmar Ragnarsson, sem er einn af eigendum lögmannsstofunnar Réttar og auk þess doktorsnemi við Harvard-háskólann, fjallar um nýja dómaframkvæmd um félagsleg réttindi í grein í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands. Hann segir framkvæmdina gefa til kynna að staða félagslegra réttinda fyrir íslenskum dómstólum sé veik og vernd þeirra hafi hrakað á allra síðustu árum. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum, sem þess þurfa, skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í grein sinni rekur Kári Hólmar að Hæstiréttur hafi aðeins einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli ákvæðisins, en það var í hinum svonefnda Öryrkjabandalagsdómi árið 2000. Þá komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að lög frá Alþingi, sem fólu í sér skerðingu örorkubóta vegna tekna maka, brytu í bága við umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar.Kári Hólmar Ragnarsson, doktorsnemi í lögfræði við Harvard-háskólaHann segir að í kjölfar dómsins hafi verið höfð uppi stór orð um að beiting dómstóla á félagslegum réttindum gæti leitt af sér stórvægilegar breytingar á stjórnskipuninni. Sá spádómur hafi hins vegar ekki ræst. „Þótt fjöldi mála þar sem ákvæðinu er borið við hafi aukist á síðustu árum, þá hefur Hæstiréttur hafnað öllum kröfunum. Í ýmsum tilvikum hefur Hæstiréttur ekki einu sinni tekið afstöðu til ákvæðisins, þótt því sé borið við,“ segir hann. Héraðsdómur hefur einu sinni fallist á málsástæðu á grundvelli 76. greinarinnar, árið 2015, en í þeim dómi var talið að óheimilt hefði verið að synja sjón- og heyrnarskertri konu um endurgjaldslausa táknmálstúlkun á grundvelli fjárskorts. Slík synjun var talin brjóta í bága við rétt konunnar til aðstoðar samkvæmt 76. greininni. Dómnum var ekki áfrýjað. Kári Hólmar segir umræddan dóm héraðsdóms ljós í myrkrinu fyrir þá sem tala fyrir því að dómstólar beiti stjórnarskránni til þess að vernda félagsleg réttindi. Í dómnum hafi rétturinn beitt þeim mælikvarða sem þróaður var í Öryrkjabandalagsdómnum, þ.e. að meta annars vegar hvort lágmarksréttindi séu tryggð, án þess að skilgreina endilega hver þau séu, og hins vegar hvort fyrirkomulag löggjafarinnar sé málefnalegt. Meiri möguleikar virðast vera á því að fá félagsleg réttindi viðurkennd fyrir dómstólum í gegnum önnur stjórnarskrárákvæði, einkum jafnræðisreglu 65. greinar og hugsanlega eignarréttarákvæði 72. greinar, að sögn Kára Hólmars. Hann segir ekki samræmi vera á milli dóma hvað varðar aðferðir og mælikvarða við mat á því hvort brotið sé gegn 76. greininni. „Nýjustu dómar Hæstaréttar benda til þess að rétturinn sé gríðarlega tregur til þess að fjalla efnislega um félagsleg réttindi og gefa í skyn að grundvallarálitaefni á þessu sviði, til dæmis um fjárhæð örorkulífeyris, falli nær alfarið utan valdsviðs dómstóla. Þannig hefur Hæstiréttur í raun skipað fjárstjórnarvaldi löggjafans ofar stjórnskipulegum réttindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira