Harry Kane skoraði þrennu í 0-3 sigri Tottenham á APOEL í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Í hinum leik riðilsins áttust Dortmund og Real Madrid við og fór Madrid með 1-3 sigur.
Cristiano Ronaldo skoraði sitt 410. mark fyrir Madrid í 400. leiknum sínum fyrir félagið.
Real Madrid og Tottenham hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlinum.
Wissam Ben Yedder gerði líka þrennu fyrir lið sitt Sevilla sem lagði FH-banana í Maribor 3-0 á heimavelli í E-riðli.
Liverpool og Spartak Moskva gerðu 1-1 jafntefli í Rússlandi. Fernando gerði mark Spartak beint úr aukaspyrnu áður en Coutinho jafnaði metin fyrir Liverpool.
Napólí vann 3-1 sigur á Feyenoord á Ítalíu í F-riðli. Jens Toornstra misnotaði vítaspyrnu fyrir Napólí.
Manchester City er á toppi riðilsins, en liðið vann 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk með mörkum frá Raheem Sterling og Kevin De Bruyne.
Porto vann 0-3 sigur á Mónakó í G-riðli. Vincent Aboubakar gerði tvö mörk fyrir Porto og Miguel Layun innsiglaði svo sigurinn.
Besiktas vann Leipzig 2-0 í Tyrklandi. Stöðva þurfti leikinn í seinni hálfleik vegna bilana í ljósabúnaði, en hann var lagaður og leikurinn gat klárast í kvöld.
Úrslit kvöldsins
E-riðill
Spartak Moskva 1 - 1 Liverpool
Sevilla 3 - 0 Maribor
F-riðill
Napólí 3 - 1 Feyenoord
Manchester City 2 - 0 Shakhtar Donetsk
G-riðill
Porto 0 - 3 Mónakó.
Besiktas 2 - 0 Leipzig
H-riðill
APOEL 0 - 3 Tottenham
Dortmund 1 - 3 Real Madrid
Tvær þrennur í Meistaradeildinni

Tengdar fréttir

City á toppinn eftir sigur
Manchester City er á toppi F-riðils eftir 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk á heimavelli.


Real vann í Þýskalandi
Real Madrid vann stórleik umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í kvöld, þegar liðið heimsótti Borussia Dortmund. Lokatölur urðu 1-3 fyrir gestunum.