Karim Benzema hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Real Madrid.
Franski framherjinn hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2009.
Benzema hefur skorað 181 mark í 371 leik með Real Madrid. Hann er áttundi markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Á tíma sínum hjá Real Madrid hefur Benzema tvívegis orðið Spánarmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Benzema er fjórði lykilmaðurinn sem hefur framlengt samning sinn við Real Madrid á síðustu dögum. Marcelo, Isco og Dani Carvajal skrifuðu allir undir fimm ára samning við félagið.
Benzema á Bernabeu til 2021

Tengdar fréttir

Ronaldo loksins laus úr banninu
Cristiano Ronaldo snýr aftur í lið Real Madrid þegar það tekur á móti Real Betis í 5. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.