Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 14:49 Bjarni Halldór Janusson. vísir/stefán Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995 og er því 21 árs og 141 daga gamall. Þar með verður hann yngsti þingmaður sögunnar en Víðir Smári Petersen var áður yngsti þingmaðurinn sem tekið hafði sæti á þingi. Hann var 21 árs og 328 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi í september 2010. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kemur inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Viðreisnar er Bjarni Halldór stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Auk Bjarna taka þeir Ómar Ásbjörn Óskarsson og Jóhannes Albert Kristbjörnsson sæti á þingi sem varaþingmenn Viðreisnar. Ómar kemur inn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og Jóhannes fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur. „Ómar lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2009 og M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Ómar lauk einnig M.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ómar var framkvæmdastjóri Framadaga 2007 og eftir nám hefur hann starfað sem skrifstofustjóri hjá Járnsmíði Sf. Ómar sat í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar frá 2014-2016 og í Umhverfis- og framkvæmdaráði frá 2016-2017. Í dag rekur hann innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Jóhannes Albert Kristbjörnsson skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður. Hann er fæddur árið 1965. Jóhannes var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993; hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú,“ segir í tilkynningu Viðreisnar. Alþingi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995 og er því 21 árs og 141 daga gamall. Þar með verður hann yngsti þingmaður sögunnar en Víðir Smári Petersen var áður yngsti þingmaðurinn sem tekið hafði sæti á þingi. Hann var 21 árs og 328 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi í september 2010. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kemur inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Viðreisnar er Bjarni Halldór stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Auk Bjarna taka þeir Ómar Ásbjörn Óskarsson og Jóhannes Albert Kristbjörnsson sæti á þingi sem varaþingmenn Viðreisnar. Ómar kemur inn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og Jóhannes fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur. „Ómar lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2009 og M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Ómar lauk einnig M.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ómar var framkvæmdastjóri Framadaga 2007 og eftir nám hefur hann starfað sem skrifstofustjóri hjá Járnsmíði Sf. Ómar sat í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar frá 2014-2016 og í Umhverfis- og framkvæmdaráði frá 2016-2017. Í dag rekur hann innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Jóhannes Albert Kristbjörnsson skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður. Hann er fæddur árið 1965. Jóhannes var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993; hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú,“ segir í tilkynningu Viðreisnar.
Alþingi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira