Kári Stefánsson hlýtur æðstu viðurkenningu Bandaríska mannerfðafræðifélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 14:09 Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, mun veita verðlaununum viðtöku í október. Vísir/Vilhelm Bandaríska mannerfðafræðifélagið (The American Society of Human Genetics) hefur sæmt Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, æðstu viðurkenningu sinni, William Allan-verðlaununum. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að verðlaunin hljóti vísindamaður sem þykir hafa skilað stóru og yfirgripsmiklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði. Kári mun veita William Allan-verðlaununum viðtöku á ársþingi Bandaríska mannerfðafræðifélagsins í Orlando í Flórída þann 18. október næstkomandi og flytja fyrirlestur samhliða viðtökunni.Starf Kára orðið fyrirmynd rannsókna í öðrum löndumÍ tilkynningu frá Bandaríska mannerfðafræðifélaginu segir að Kári hafi stofnað Íslenska erfðagreiningu árið 1996 með það að markmiði að gera umfangsmiklar erfðarannsóknir á Íslandi. Vinna Kára hafi orðið fyrirmynd svipaðra rannsókna í öðrum löndum, þar á meðal Breska lífbankans (UK Biobank) og „Við öll“-verkefnisins (All of Us Initiative) í Bandaríkjunum. Þá er einnig rakið í tilkynningunni að Kári hafi beitt aðferðum sem geri kleift að tengja og bera saman hundruð ólíkra arf- og svipgerða, og það hafi leitt til þýðingarmikilla uppgötvana. „Rannsóknir þeirra hafi einnig varpað ljósi á grundvallarferli í líffræði, svo sem endurröðun erfðavísa, nýjar stökkbreytingar og áhrif foreldra á erfðaefni barna sinna,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Bandaríska mannerfðafræðifélagið, sem stofnað var árið 1948, er talið standa fremst allra fagfélaga í erfðafræði mannsins í heiminum í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Félagsmenn eru nærri 8000 frá öllum heimshornum og koma úr röðum vísindamanna, háskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sem tengjast mannerfðafræði. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Bandaríska mannerfðafræðifélagið (The American Society of Human Genetics) hefur sæmt Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, æðstu viðurkenningu sinni, William Allan-verðlaununum. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að verðlaunin hljóti vísindamaður sem þykir hafa skilað stóru og yfirgripsmiklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði. Kári mun veita William Allan-verðlaununum viðtöku á ársþingi Bandaríska mannerfðafræðifélagsins í Orlando í Flórída þann 18. október næstkomandi og flytja fyrirlestur samhliða viðtökunni.Starf Kára orðið fyrirmynd rannsókna í öðrum löndumÍ tilkynningu frá Bandaríska mannerfðafræðifélaginu segir að Kári hafi stofnað Íslenska erfðagreiningu árið 1996 með það að markmiði að gera umfangsmiklar erfðarannsóknir á Íslandi. Vinna Kára hafi orðið fyrirmynd svipaðra rannsókna í öðrum löndum, þar á meðal Breska lífbankans (UK Biobank) og „Við öll“-verkefnisins (All of Us Initiative) í Bandaríkjunum. Þá er einnig rakið í tilkynningunni að Kári hafi beitt aðferðum sem geri kleift að tengja og bera saman hundruð ólíkra arf- og svipgerða, og það hafi leitt til þýðingarmikilla uppgötvana. „Rannsóknir þeirra hafi einnig varpað ljósi á grundvallarferli í líffræði, svo sem endurröðun erfðavísa, nýjar stökkbreytingar og áhrif foreldra á erfðaefni barna sinna,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Bandaríska mannerfðafræðifélagið, sem stofnað var árið 1948, er talið standa fremst allra fagfélaga í erfðafræði mannsins í heiminum í dag að því er segir í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Félagsmenn eru nærri 8000 frá öllum heimshornum og koma úr röðum vísindamanna, háskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sem tengjast mannerfðafræði.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira