Áhuginn og jafnréttishugurinn fyllir stelpurnar þjóðarstolti Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2017 10:30 Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Í gær var ein vika í fyrsta leik stelpnanna okkar á EM í Hollandi en eftir sex daga mæta þær stórliði Frakklands í Tilburg. Spenningurinn er mikill og umfjöllunin um liðið og áhuginn á því aldrei meiri að sögn stelpnanna.Stelpurnar okkar æfðu í sólskininu í Laugardalnum í gær og var augljóslega mikill spenningur í liðinu enda stutt í fyrsta leik. Íslenska liðið var í mikilli hópeflisferð á Selfossi um síðustu helgi en í gærmorgun tók raunveruleikinn aftur við. Leikmenn liðsins greina mikinn áhuga á liðinu hjá fólkinu í landinu og fjölmiðlaumfjöllunin hefur aldrei verið meiri. Maður flettir vart blöðum eða skiptir um rás á sjónvarpinu án þess að rekast á eina af stelpunum okkar. „Þetta er ótrúlega gaman en aðeins öðruvísi en ég hef upplifað áður. Það er svolítið mikið að gera - meira en maður er vanur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá þetta koma svona sterkt inn núna, sérstaklega í kringum þetta mót. Maður finnur fyrir ótrúlegum stuðningi frá fjölmiðlum á Íslandi og þetta dreifir úr sér til almennings. Þeir eru líka 100 prósent með okkur og það er geggjað að fá að upplifa þetta og vera með í þessu.“ Hólmfríður Magnúsdóttir er að fara á sitt þriðja stórmót. Hún segir umfjöllunina aldrei hafa verið meiri og er þakklát fyrir hana en bendir á að stelpurnar eiga ekkert minna skilið. „Þetta er bara frábært. Við erum búnar að vinna fyrir þessu. Við eigum þetta skilið enda erum við að fara á okkar þriðja stórmót. Við viljum athygli og við viljum síðan skila þessu inn á vellinum þarna úti. Þetta er frábært. Það eru allir sem þekkja mann úti á götu og allir að segja gangi þér vel sama hvort maður gengur inn á veitingastað eða búð. Maður finnur stuðninginn frá öllum Íslendingum,“ segir Hólmfríður Magnúsdóttir. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir tekur í sama streng og samherjar sínir og fagnar því að íslenska þjóðin sé komin aftur í EM-partígírinn, ef hún fór þá einhverntíma úr honum eftir ævintýri strákanna í Frakklandi í fyrra. „Þetta fyllir mig þjóðarstolti. Ég er stolt af samfélaginu. Það er svo mikill jafnréttishugur í Íslendingum. Það er svo mikill hugur í Íslendingum og það var geggjað að sjá hvað strákarnir fengu fyrra í fyrra. KSÍ lærði svo mikið af þeirri keppni og þjóðin er að halda áfram í þessu partí. Núna eru þetta við og það eru allir með. Maður finnur fyrir ótrúlega miklum krafti frá öllum,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02 Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00 Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00 Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands gerðu jafntefli í síðasta leiknum fyrir EM Frakkar, fyrstu mótherjar Íslands á EM í Hollandi, gerðu 1-1 jafntefli við Norðmenn í síðasta vináttulandsleik sínum 11. júlí 2017 22:02
Sigríður Lára æfði með strákunum í vetur: „Lagði mikið á mig til að komast í EM-hópinn“ Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir vann sér inn sæti í EM-hópnum með frábærri frammistöðu fyrir lið og land á þessu ári. 11. júlí 2017 15:00
Þjóðin áfram í partígír Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, fyllist þjóðarstolti við að sjá áhugann á stelpunum okkar fyrir EM. Er klár í fyrsta leikinn. 12. júlí 2017 06:00
Stelpurnar æfðu í Laugardalnum þegar vika er í fyrsta leik | Myndir Íslenska kvennalandsliðið fer út á föstudaginn og mætir svo Frakklandi í fyrsta leik á þriðjudaginn í næstu viku. 11. júlí 2017 14:30
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti