Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent