Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira