Fótbolti

Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Viðar heldur áfram að skora í hverjum leik.
Viðar heldur áfram að skora í hverjum leik. vísir/afp
Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag en Viðar skoraði mark í uppbótartíma sem gulltryggði stigin þrjú fyrir heimamenn.

Maccabi gat komist upp að hlið Hapoel Be'er Sheva með sigri í dag en Barak Itzhaki kom heimamönnum yfir á 10. mínútu.

Viðar Örn gulltryggði síðan sigurinn á 92. mínútu með fimmtánda marki sínu í deildinni en hann er með fjögurra marka forskot á næsta mann.

Hólmar Örn var í byrjunarliði Maccabi Haifa fyrr í dag í 0-1 tapi á heimavelli gegn Moadon Sport Ashdod en þetta var annað tap Hólmars og félaga í síðustu þremur leikjum.

Þegar tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni geta Hólmar og félagar í baráttu um að komast í umspilið upp á meistaratitilinn í stað þess að fara í umspilið upp á að falla úr deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.