Axel Óskar: Fékk gæsahúð þegar ég heyrði að Stam væri að koma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2017 17:14 Axel Óskar á æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. vísir/anton Mosfellingurinn Axel Óskar Andrésson hefur fengið tækifæri með aðalliði Reading að undanförnu. Hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Gillingham í enska deildabikarnum 8. ágúst og lék svo í 90 mínútur þegar Reading vann Millwall í sömu keppni 22. ágúst. Axel er núna mættur til Íslands þar sem hann mun spila með U-21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á mánudaginn. „Við erum með hrikalega flottan og ungan hóp. Við erum allir vinir og höfum þekkst mjög lengi sem er plús. Alvaran byrjar á mánudaginn. Albanía tapaði fyrsta leik en ég býst við hörkuleik og hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Axel í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. Axel segist ánægður hjá Reading. Hann er að banka á dyrnar í aðalliðinu og þá samdi bróðir hans, Jökull, við enska félagið á dögunum. „Fyrir ekkert svo löngu var ég á bekknum hjá U-21 árs liðinu, þjálfarinn var ekki hrifinn af mér og ég með hausinn niðri eins og einhver auli. Þetta er fljótt að breytast. Litli bróðir kominn með þriggja ára samning og Jón Daði [Böðvarsson] kominn inn. Það er geggjað að fá annan Íslending. Hann er þvílíkt flottur gæi, einn mesti atvinnumaður sem ég hef séð og maður getur lært helling af honum,“ sagði Axel sem spilar sem miðvörður. Knattspyrnustjóri Reading er einnig gamall miðvörður. Sá heitir Jaap Stam og gerði garðinn frægan með liðum á borð við Manchester United, Lazio og AC Milan á sínum tíma. Axel segist geta lært mikið af Stam. „Ég er í góðum höndum. Jaap Stam, þvílíkur leikmaður. Ég held ég hafi byrjað að horfa á leiki með honum þegar ég var fimm ára gamall. Ég fékk gæsahúð þegar ég frétti að hann væri að koma. Það eru góðir tímar framundan en þetta er undir mér komið,“ sagði Axel. Viðtalið við Axel má sjá hér að neðan. Fótbolti Tengdar fréttir Óttar: Þurfti að finna gleðina aftur Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Molde, var mættur á æfingu með U-21 árs landsliðinu á sínum gamla heimavelli í Víkinni. 1. september 2017 15:30 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Mosfellingurinn Axel Óskar Andrésson hefur fengið tækifæri með aðalliði Reading að undanförnu. Hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Gillingham í enska deildabikarnum 8. ágúst og lék svo í 90 mínútur þegar Reading vann Millwall í sömu keppni 22. ágúst. Axel er núna mættur til Íslands þar sem hann mun spila með U-21 árs landsliðinu gegn Albaníu í undankeppni EM á mánudaginn. „Við erum með hrikalega flottan og ungan hóp. Við erum allir vinir og höfum þekkst mjög lengi sem er plús. Alvaran byrjar á mánudaginn. Albanía tapaði fyrsta leik en ég býst við hörkuleik og hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Axel í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. Axel segist ánægður hjá Reading. Hann er að banka á dyrnar í aðalliðinu og þá samdi bróðir hans, Jökull, við enska félagið á dögunum. „Fyrir ekkert svo löngu var ég á bekknum hjá U-21 árs liðinu, þjálfarinn var ekki hrifinn af mér og ég með hausinn niðri eins og einhver auli. Þetta er fljótt að breytast. Litli bróðir kominn með þriggja ára samning og Jón Daði [Böðvarsson] kominn inn. Það er geggjað að fá annan Íslending. Hann er þvílíkt flottur gæi, einn mesti atvinnumaður sem ég hef séð og maður getur lært helling af honum,“ sagði Axel sem spilar sem miðvörður. Knattspyrnustjóri Reading er einnig gamall miðvörður. Sá heitir Jaap Stam og gerði garðinn frægan með liðum á borð við Manchester United, Lazio og AC Milan á sínum tíma. Axel segist geta lært mikið af Stam. „Ég er í góðum höndum. Jaap Stam, þvílíkur leikmaður. Ég held ég hafi byrjað að horfa á leiki með honum þegar ég var fimm ára gamall. Ég fékk gæsahúð þegar ég frétti að hann væri að koma. Það eru góðir tímar framundan en þetta er undir mér komið,“ sagði Axel. Viðtalið við Axel má sjá hér að neðan.
Fótbolti Tengdar fréttir Óttar: Þurfti að finna gleðina aftur Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Molde, var mættur á æfingu með U-21 árs landsliðinu á sínum gamla heimavelli í Víkinni. 1. september 2017 15:30 Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Óttar: Þurfti að finna gleðina aftur Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Molde, var mættur á æfingu með U-21 árs landsliðinu á sínum gamla heimavelli í Víkinni. 1. september 2017 15:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn